Fara í efni

Jata ferðakaupstefnan í Tókíó - umsóknafrestur

Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á ferðakaupstefnunni JATA dagana 22.- 25. september nk., í samvinnu við sendiráð Íslands í Tókýó. 


JATA er helsta ferðakaupstefna Japans og er hún haldin árlega. Á síðasta ári kynntu yfir 1.000 fyrirtæki frá 141 landi og héröðum starfsemi sína á sýningunni. Gestir voru 173.600 en þar af komu um 45.000 fyrsta daginn, sem var eingöngu ætlaður fagaðilum (B2B). Þess má einnig geta að um helmingur almennra gesta á sýningunni ferðaðist erlendis árið á undan og voru gagngert komnir til að leita sér upplýsinga um mögulega áfangastaði í framtíðinni, samkvæmt könnunum.

Hér með er auglýst eftir þátttakendum á þjóðarbás Íslands. Þar gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu kostur á að kynna starfsemi sína og eiga fundi með ferðaskipuleggjendum á staðnum.

Áhugasamir eru beðnir að fylla út umsóknareyðublað á vef Íslandsstofu og senda á netfangið islandsstofa@islandsstofa.is. Umsóknarfrestur er til 10. júní.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Nánari upplýsingar um JATA er að finna á vefsíðu sýningarinnar