Fara í efni

Ísafjörður - Ráðstefna um skemmtiferðaskip 2017

Ráðstefnan "Skemmtiferðaskip á réttri leið?" fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 og er haldin af Háskólasetri Vestfjarða í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Vesturferðir og fleiri aðila.

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á þessa ört vaxandi ferðaþjónustugrein á Íslandi og fjalla um hana frá ýmsum hliðum. Áhersla verður lögð á hvernig byggja megi greinina upp til framtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi. Erlendir og innlendir fyrirlesarar koma úr röðum fræðimanna og sérfræðinga sem og hagsmunaaðila, sveitarstjórna og íbúa.

Allar nánari upplýsingar veitir Birna Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða,birna@uw.is.

Nánari upplýsingar og skráning