Fara í efni

Hjólum til framtíðar - Hjólreiðar og náttúran

Hjólum til framtíðar 2016

Hin árlega ráðstefna Hjólum til framtíðar verður haldin í Hlégarði í Mosfellsbæ 16. september næstkomandi kl. 10-16. Áhersla ráðstefnunnar í ár er tileinkuð hjólreiðum og náttúrunni í tilefni þess að hún er haldin á Degi íslenskrar náttúru, sem er um leið upphafsdagur Evrópsku samgönguvikunnar. Verður einnig mikil áhersla á ferðamál.

Ráðstefnan verður nú haldin í 6. sinn en að henni standa Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna, í samvinnu við fleiri aðila, meðal annars Ferðamálastofu.

Skráning og naánari upplýsingar

Í ár byjum við daginn á hjólabrúnum við Elliðaárvoginn kl. 9 og hjólum þaðan samferða í Hlégarð í Mosfellsbæ. Þar fáum við góðan morgunverð og setjum ráðstefnuna sjálfa kl. 10.

Sent út á netinu

Eins og áður verður ráðstefnan send út beint á netinu. Til að fylgjast með útsendingunni er farið inn á þessa slóð: https://global.gotomeeting.com/join/948077581

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða hjolafaerni@hjolafaerni.is