Fara í efni

Ábyrgir vinnuveitendur – vinnustofa og fjarfundur um ábyrga ferðaþjónustu - Festa

Þema vinnustofu: “ “Virða réttindi starfsfólks””. Farið yfir grunnatriði kjarasamninga, t.d. fyrir starfsfólk í vaktavinnu, lærlinga og sjálfboðaliða. Mikilvægi framsýnnar mannauðsstjórnunar og markvissrar þjálfunar starfsfólks. Hagnýt ráð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja setja sér mannauðsmarkmið sem hjálpar þeim að virða réttindi og fá gott starfsfólk

Þetta er þriðji fræðsluviðburðurinn í fræðsludagskrá Ábyrgrar ferðaþjónustu, verkefni sem framkvæmt er af Festu og Ferðaklasanum í samstarfi við aðila ferðaþjónustunnar.

Hvenær: 4.4.2017 kl. 9.00 – 11.00
Hvar: Húsi atvinnulífsins eða með streymi um netið í tölvunni hvar sem er.
Fyrir hverja: Fyrirtæki sem skráð eru í fræðsludagskrá um Ábyrga ferðaþjónustu (skrá sig hér).

Markmið vinnustofu er að þátttakendur:
– öðlast þekkingu um helstu þætti ráðningarsamningsins, um muninn á launafólki, verktökum, starfsnemum og sjálfboðaliðum.
– fái leiðsögn um muninn á launafólki, verktökum, starfsnemum og sjálfboðaliðum.
– geti sett sér markmið um ábyrga mannauðsstjórnun.

Dagskrá
– SAF: Grunnþættir ráðningasamningsins
– ASÍ: Hagnýt ráð um væntingar starfsfólks
– Raundæmi frá fyrirtæki – hvernig við skipuleggjum starfsmannamálin hjá okkur.

Þátttakendur geta valið um að koma á staðinn eða tekið þátt með lifandi streymi í gegnum tölvuna hvar sem er.

Fundarstjórar: Ketill Berg Magnússon, Festu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Ferðaklasanum

Nánari upplýsingar og skráning