Samtök og stofnanir

Stjórnstöð ferðamálaStjórnstöð ferðamála

Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar var á árinu 2015 sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Stjórnstöðin sér til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.

www.ferdamalastefna.is

SAF lógó

Samtök ferðaþjónustunnar - SAF

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru hagsmunasamtök ferðaþjónustufyrirtækja. Meginhlutverk SAF er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna, vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf á alþjóðamarkaði og vinna að vexti og viðgangi greinarinnar með öllum tiltækum ráðum, svo sem með því að halda úti fræðslustarfi. Innan SAF starfa sjö fagnefndir en þar að auki starfa þverfaglegar nefndir s.s. umhverfisnefnd, nethópur o.fl. nefndir sem sinna sérstökum verkefnum. SAF er aðili að Samtökum atvinnulífsins.

www.saf.is

Rannsóknamiðstöð ferðamálaRannsóknamiðstöð ferðamála

Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu. Markmið hennar er m.a. að að efla og bæta rannsóknir í ferðamálum á Íslandi, gefa út fræðirit og kynna niðurstöður rannsókna í ferðamálafræðum, gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum, efla samstarf o.fl.

www.rmf.is

ÍslandsstofaÍslandsstofa

Markmið Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Eitt af sex fagráðum Íslandsstofu er fagráð ferðaþjónustu.

www.islandsstofa.is

Íslenski ferðaklasinn

Íslenski ferðaklasinnÍslenski ferðaklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja og fólks sem hefur það að markmiði að efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu. Samstarfið byggist upp á verkefnadrifnum grunni þar sem áhersla er lögð á að efla samstarf og samvinnu í greininni, efla nýsköpun og stuðla að aukinni fagmennsku.

www.icelandtourism.is

Golf Iceland

Golf Iceland - logoFerðamálastofa var meðal stofnaðila samtakanna Golf Iceland. Hlutverk þeirra er að markaðssetja Ísland sem áfangastað kylfinga og stuðla þannig að fjölgun erlendra kylfinga sem leggja leið sína hingað til lands. Aðild að samtökunum eiga flestir golfklúbbar landsins sem reka 18 holu velli, auk nokkurra fyrirtækja úr ferðaþjónustunni.

www.golficeland.org

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?